Íbúar kvarta ítrekað yfir skemmtistaðnum Skor

Frá skemmtistaðnum Skor.
Frá skemmtistaðnum Skor. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við skynjum ekki neinn raunverulegan vilja hjá Regin til þess að leysa þetta mál,“ segir Böðvar Héðinsson, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið en íbúar við Kolagötu 1, hjá Hafnartorgi, hafa kvartað undan skemmtistaðnum Skor á fyrstu hæð hússins.

Hefur Skor fengið að starfa þrátt fyrir þinglýsta kvöð sem kveður á um annars konar starfsemi. Hann tekur það skýrt fram að þrátt fyrir einhvern hávaða frá staðnum, þá sé aðalatriðið brot á þinglýstri kvöð, sem fasteignafélagið Reginn, er nýverið breytti um nafn í Heimar, hafði sjálft frumkvæði að.

„Skemmtistaðurinn Skor var opnaður fyrirvaralaust við Kolagötu 1 í byrjun árs 2022 án þess að íbúar væru upplýstir um hvað væri í vændum. Samkvæmt þinglýstri kvöð sem er á húsinu er ekki heimilt að vera með slíka starfsemi þar. Í kvöðinni er einungis rætt um íbúðir, verslunarhúsnæði og skrifstofurými í húsinu,“ segir Böðvar og bætir við að ekki sé heldur gert ráð fyrir skemmtistað. „Það er ótrúlegt hvernig komið er fram við okkur íbúana.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert