Kishida sendi síðbúnar kveðjur til Höllu

Kishida Fumio, forsætisráðherra Japans, sendi Höllu Tómasdóttur kveðju.
Kishida Fumio, forsætisráðherra Japans, sendi Höllu Tómasdóttur kveðju. Samsett mynd/AFP/mbl.is/Brynjólfur Löve

Kishida Fumio, forsætisráðherra Japans, sendi í gær síðbúnar hamingjuóskir til Höllu Tómasdóttur, næsta forseta Íslands.

Eins og kunnugt er varð Halla kjörin forseti Íslands í kosningunum 1. júní.

Kishida óskaði Höllu til hamingju með kjörið í bréfi til forsetans verðandi, að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneyti Japans. 

Styrkja tengsl enn frekar

Þar segir að hann hafi tjáð vilja sinn til þess að styrkja enn frekar tengsl Japans við Norðurlöndin. 

Hann vilji sérstaklega auka samstarf við Ísland með því að „viðhalda og styrkja hið frjálsa og opna samband ríkjanna,“ að því er segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert