Landssamband lögreglumanna og BSRB-félög skrifa undir

Samninganefndir Landssambands lögreglumanna og ríkisins undirrita nýjan kjarasamning.
Samninganefndir Landssambands lögreglumanna og ríkisins undirrita nýjan kjarasamning. Ljósmynd/Aðsend

Samninganefnd ríkisins hefur undirritað nýja kjarasamninga við samninganefnd Landssambands lögreglumanna annars vegar og fulltrúa sjö aðildarfélaga BSRB hins vegar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá BSRB.

Kjarasamningarnir gilda frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028 og fela í sér sambærilegar launahækkanir og samið var um á almennum vinnumarkaði fyrr á árinu. Þar með hefur verið gengið frá kjarasamningum við meirihluta aðildarfélaga BSRB. 

Sjö félög undir

Þau sjö aðildarfélög BSRB sem um ræðir eru: Kjölur, Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi, FOSS - stéttarfélag í almannaþjónustu og starfsmannafélög Húsavíkur, Kópavogs, Suðurnesja og Vestmannaeyjabæjar. 

Á næstu dögum verða nýir kjarasamningar kynntir fyrir félagsfólki áður en gengið verður til atkvæðagreiðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert