Lögregluaðgerð við Gríska húsið

Gríska húsið við Laugaveg.
Gríska húsið við Laugaveg. Árni Sæberg

Lögregluaðgerð fer nú fram við veitingastaðinn Gríska húsið á Laugavegi.

Starfsmenn verslunar við sömu götu staðfesta þetta í samtali við mbl.is. 

Ekki liggur fyrir um hvað aðgerðirnar snúast en starfsmennirnir kváðust hafa séð minnst fimm lögreglubíla koma og fara.

Annar sjónvarvottur kveðst hafa séð einstakling leiddan út í handjárnum og lögregluhund með í för.

Ekki hefur náðst í lögregluna vegna málsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert