Rannsókn í meintu manndrápsmáli á „lokametrunum“

Maður á sjötugsaldri er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu …
Maður á sjötugsaldri er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana. mbl.is/Þorgeir

„Rannsókn málsins er á lokametrunum,“ segir Skarp­héðinn Aðal­steins­son aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóns hjá lög­regl­unni á Norður­landi eystra.

Maður á sjötugsaldri hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í lok apríl og er grunaður um að hafa orðið fimmtugri sambýliskonu sinni að bana. Fannst hún látin á heimili þeirra í fjölbýlishúsi á Akureyri þann 22. apríl. 

Í samtali við mbl.is segir Skarphéðinn lögreglu enn bíða gagna sem tengist málinu. Kveðst hann eiga von á því að málið fari á borð héraðssaksóknara innan skamms. Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út 1. júlí. 

„Vonandi er það á næstu dögum sem héraðssaksóknari ætti að taka við þessu.

Aðspurður segir hann aðeins einn liggja undir grun í málinu. Spurður hvort einhver atriði hafi orðið til þess að flækja eða tefja rannsóknina, kveðst Skarphéðinn ekki geta tjáð sig um það. 

„En auðvitað er alltaf flókið að rannsaka svona mál.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert