Þjóðaróperan út í kuldann

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Allt bendir til að ekkert verði af samþykkt frumvarps um Þjóðaróperu sem Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra lagði fram á Alþingi og er nú til meðferðar í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins.

Ástæðan er sú að fjárheimildir ráðuneytisins duga ekki til þess að fjármagna bæði Þjóðaróperu og hækkun fjárframlaga til listamannalauna sem ráðherrann leggur áherslu á að nái fram að ganga.

Samkvæmt fjármálaáætlun hefur ráðuneytið úr 400 milljónum að spila árlega til beggja þessara verkefna, en áætlaður kostnaður við Þjóðaróperu er 250 millljónir og hækkun listamannalauna kostar 600 milljónir árlega.

Nú hefur ráðuneytið forgangsraðað verkefnum í takt við þá fjármuni sem úr er að spila og laut Þjóðaróperan þar í lægra haldi.

„Ég á ekki von á því að frumvarp um Þjóðaróperu fari í gegn á þessu þingi,“ segir Bryndís Haraldsdóttir formaður nefndarinnar í samtali við Morgunblaðið og staðfestir að fjármuni skorti til að bæði málin nái fram að ganga. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert