Þjóðaróperan út í kuldann

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Allt bend­ir til að ekk­ert verði af samþykkt frum­varps um Þjóðaróperu sem Lilja Al­freðsdótt­ir menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra lagði fram á Alþingi og er nú til meðferðar í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd þings­ins.

Ástæðan er sú að fjár­heim­ild­ir ráðuneyt­is­ins duga ekki til þess að fjár­magna bæði Þjóðaróperu og hækk­un fjár­fram­laga til lista­manna­launa sem ráðherr­ann legg­ur áherslu á að nái fram að ganga.

Sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un hef­ur ráðuneytið úr 400 millj­ón­um að spila ár­lega til beggja þess­ara verk­efna, en áætlaður kostnaður við Þjóðaróperu er 250 millljón­ir og hækk­un lista­manna­launa kost­ar 600 millj­ón­ir ár­lega.

Nú hef­ur ráðuneytið for­gangsraðað verk­efn­um í takt við þá fjár­muni sem úr er að spila og laut Þjóðaróper­an þar í lægra haldi.

„Ég á ekki von á því að frum­varp um Þjóðaróperu fari í gegn á þessu þingi,“ seg­ir Bryn­dís Har­alds­dótt­ir formaður nefnd­ar­inn­ar í sam­tali við Morg­un­blaðið og staðfest­ir að fjár­muni skorti til að bæði mál­in nái fram að ganga. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka