Vara við auknum líkum á skriðum og grjóthruni

Veðurstofa Íslands.
Veðurstofa Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búast má við leysingum í fjöllum næstu daga, þá sérstaklega á norðanverðu landinu, vegna hlýnandi veðurs.

Kemur þetta fram í tilkynningu ofanflóðadeildar Veðurstofu Íslands.

Segir þar að nokkrar tilkynningar um litlar skriður hafi borist ofanflóðadeild Veðurstofunnar í dag og geri veðurspáin ráð fyrir áframhaldandi hlýindum og þar með leysingum næstu daga.

Telji ekki vera hættu í byggð

„[Þ]ví er rétt að vara við auknum líkum á litlum skriðum og grjóthruni,“ segir í tilkynningunni.  

Veðurstofa Íslands tekur þó fram að ekki sé talin vera hætta í byggð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert