Beint: Uppfærð aðgerðaáætlun í loftlagsmálum kynnt

Uppfærð aðgerðaáætlun í loftlagsmálum verður kynnt af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, …
Uppfærð aðgerðaáætlun í loftlagsmálum verður kynnt af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra og þremur öðrum ráðherrum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjórir ráðherrar í ríkisstjórn Íslands munu klukkan tvö í dag kynna uppfærða aðgerðaáætlun í loftlagsmálum, en í henni verður að finna safn 150 loftslagsaðgerða og loftslagsverkefna. Til samanburðar eru 50 aðgerðir í núgildandi aðgerðaáætlun.

Í tilkynningu vegna kynningarinnar segir að aðgerðaáætlunin byggi á ítarlegri kortlagningu og útreikningum um samdrátt í  losun. Eiga loftslagsaðgerðirnar og loftslagstengdu verkefnin saman að stuðla að markvissari samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og aukinni bindingu kolefnis

Það eru þau Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, sem munu ávarpa fundinn. 

Hægt að fylgjast með kynningunni í beinu streymi hér að neðan.

Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar var áður kynnt árið 2019.
Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar var áður kynnt árið 2019. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert