Fimm flutt til Reykjavíkur

Frá slysstað í Öxnadal fyrr í dag.
Frá slysstað í Öxnadal fyrr í dag. mbl.is/Þorgeir

Sjúkra­flug­vél og þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar eru lagðar af stað til Reykja­vík­ur með farþega úr rút­unni sem keyrði út af vegi í Öxna­dal fyrr í dag. Fimm hafa þegar verið flutt af þeim 22 sem voru í rút­unni.

Frá þessu grein­ir lög­regl­an á Norður­landi eystra í til­kynn­ingu.

„Nú þegar hafa 5 aðilar verið flutt­ir þangað og munu fleiri lík­lega verða flutt­ir suður síðar í kvöld eða nótt. Þá opnaði RKÍ fjölda­hjálp­ar­stöð á Ak­ur­eyri fyr­ir þolend­ur slyss­ins sem út­skrifaðir hafa verið af Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri. 

Í þessu verk­efni var aðgerðastjórn á Ak­ur­eyri virkjuð með fullri áhöfn sem og sam­hæf­ing­armiðstöðin í Reykja­vík. Full­trú­ar allra viðbragðsaðila á svæðinu komu að þessu, áhöfn sam­hæf­ing­armiðstöðvar­inn­ar, Land­helg­is­gæsl­an og Land­spít­al­inn,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka