Fimm flutt til Reykjavíkur

Frá slysstað í Öxnadal fyrr í dag.
Frá slysstað í Öxnadal fyrr í dag. mbl.is/Þorgeir

Sjúkraflugvél og þyrla Landhelgisgæslunnar eru lagðar af stað til Reykjavíkur með farþega úr rútunni sem keyrði út af vegi í Öxnadal fyrr í dag. Fimm hafa þegar verið flutt af þeim 22 sem voru í rútunni.

Frá þessu greinir lögreglan á Norðurlandi eystra í tilkynningu.

„Nú þegar hafa 5 aðilar verið fluttir þangað og munu fleiri líklega verða fluttir suður síðar í kvöld eða nótt. Þá opnaði RKÍ fjöldahjálparstöð á Akureyri fyrir þolendur slyssins sem útskrifaðir hafa verið af Sjúkrahúsinu á Akureyri. 

Í þessu verkefni var aðgerðastjórn á Akureyri virkjuð með fullri áhöfn sem og samhæfingarmiðstöðin í Reykjavík. Fulltrúar allra viðbragðsaðila á svæðinu komu að þessu, áhöfn samhæfingarmiðstöðvarinnar, Landhelgisgæslan og Landspítalinn,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert