Frumvarpið fallið á prófum um mannúð og skilvirkni

Samfylkingin sat hjá í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra.
Samfylkingin sat hjá í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Samsett mynd/Kristinn/Eggert

Logi Ein­ars­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir út­lend­inga­frum­varp dóms­málaráðherra sem samþykkt var í dag, hafa fallið á próf­um er varða skil­virkni og mannúð.

Þar af leiðandi hafi Sam­fylk­ing­in ákveðið að sitja hjá í at­kvæðagreiðslu um frum­varpið.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Logi að flokk­ur­inn hafi tekið und­ir mark­mið er lutu að því að auka skil­virkni, mannúð og sam­ræm­ingu við önn­ur ná­granna­lönd í verklagi.

„En við telj­um að þó að sumt hafi miðað í þá átt þá hafi annað ekki gert það og fallið á þessu prófi varðandi það. Sam­fylk­ing­in styður til dæm­is ekki þess­ar tak­mark­an­ir á rétti til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar flótta­fólks sem eru lagðar til í frum­varp­inu.

Það er okk­ar mat að sú breyt­ing falli á öll­um þess­um próf­um, bæði er varðar mannúð og skil­virkni.“ seg­ir Logi. 

Skoða hvert mál fyr­ir sig

Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra greindi frá því í sam­tali við mbl.is fyrr í dag að hún hygðist leggja fram annað út­lend­inga­frum­varp í haust ásamt því að leggja mögu­lega fram frum­varp um bú­setu­úr­ræði með tak­mörk­un­um.

Eitt helsta áherslu­atriði út­lend­inga­frum­varps­ins sem hún boðar verði að svipta flótta­menn dval­ar­leyfi ger­ist þeir upp­vís­ir um al­var­leg­an glæp.

Logi seg­ir ótíma­bært að segja til um það hvort að Sam­fylk­ing­in muni styðja þessi mál.

„Við mun­um nálg­ast þau mál sem koma frá rík­is­stjórn­inni – ef hún lif­ir það þó að leggja fram fleiri – af yf­ir­veg­un og skoða það í hverju til­felli fyr­ir sig. Það er ómögu­legt að svara eitt­hvað fyr­ir um frum­vörp sem ekki eru kom­in fram.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert