Hitinn gæti náð 20 stigum sunnan heiða á morgun

Hitaspá á landinu klukkan 12 á hádegi í dag.
Hitaspá á landinu klukkan 12 á hádegi í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Í dag verður breytileg vindátt á landinu, 3-10 m/s og yfirleitt bjart um mest allt land en skýjað á vestanverðu landinu og sums staðar þokuloft við norður og austurströndina. 

Hitinn á landinu í dag verður 10-18 stig og verður hlýjast inn til landsins. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að þegar líður á daginn gæti gasmóða látið á sér kræla á suðurvesturhorninu. Hægt er að fylgjast með loftgæðum á loftgaedi.is.

Á morgun er því spáð að besta veðrið verði sunnan heiða. Þar verður léttskýjað og gæti hitinn náð allt að 20 stigum. Skýjað verður norðanlands og líkur á þoku við sjóinn fyrir norðan og austan.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert