Landsvirkjun selur höfuðstöðvarnar

Landsvirkjun hefur verið til húsa við Háaleitisbraut 68 í tæplega …
Landsvirkjun hefur verið til húsa við Háaleitisbraut 68 í tæplega hálfa öld. mbl.is/Jón Pétur

Lands­virkj­un hyggst selja fyrr­um höfuðstöðvar sín­ar að Háa­leit­is­braut 68 í Reykja­vík, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu.

Fé­lagið hef­ur verið þar til húsa í tæp­lega hálfa öld. Um helm­ing­ur bygg­ing­ar­inn­ar, alls 4.500 fer­metr­ar, eru í eigu Lands­virkj­un­ar.

Kór­ónu­veirufar­ald­ur og svo mygla

Í til­kynn­ingu seg­ir að und­an­far­in ár hafi Lands­virkj­un skoðað mögu­leika á nýju hús­næði. Hús­næðið við Háa­leit­is­braut hafi ekki leng­ur hentað starf­sem­inni.

„Öllum slík­um vanga­velt­um var hins veg­ar hætt á meðan kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn gekk yfir. Að hon­um lokn­um greind­ist mygla í hús­næðinu og þá hófst aft­ur leit að nýju hús­næði, “ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þar seg­ir einnig að starfs­fólk höfuðstöðvanna hafi verið á þrem­ur stöðum í borg­inni um tíma, áður en starf­sem­in var sam­einuð í Katrín­ar­túni.

Síðar á ár­inu komi í ljós hvar nýj­ar höfuðstöðvar verði. Ekki hafi verið tek­in ákvörðun hvort það hús­næði verði leigt, keypt eða byggt frá grunni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert