Misskilningur um stað parísarhjóls

Borgin segir þessa mynd af parísarhjólinu hafa verið villandi.
Borgin segir þessa mynd af parísarhjólinu hafa verið villandi. Teikning/Reykjavíkurborg

Reiknað er með að parísarhjólið rísi á Miðbakka nú um helgina, staðfestir Kamma Thordarson, verkefnastjóri í atvinnu- og borgarþróunarteymi Reykjavíkurborgar, í samtali við Morgunblaðið.

Spurð hvort borginni hafi borist kvartanir frá íbúum, burtséð frá þeim sem bárust á upplýsingafundi borgarinnar og íbúa vegna parísarhjólsins, svarar hún neitandi. Hún telur að óánægju íbúa megi rekja til myndarinnar, sem gerð var til að sýna hvernig parísarhjólið myndi líta út.

Myndin var teiknuð af gervigreind en ekki hugsuð til að vera varanleg útgáfa sviðsmyndarinnar, segir Kamma.

„Á myndinni virðist hjólið vera rosalega nálægt húsum svæðisins, en það stóð aldrei til,“ segir Kamma og bætir við að gestir hjólsins muni ekki geta séð inn um glugga íbúðanna þar sem hjólið verður það langt frá húsunum.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert