Myndi styðja vantraust á matvælaráðherra

Sigmar myndi styðja við vantraust á matvælaráðherra.
Sigmar myndi styðja við vantraust á matvælaráðherra. Samsett mynd

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, myndi styðja mögulega vantrauststillögu Miðflokksmanna á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra.

Þetta sagði hann á Alþingi fyrir skömmu.

Brýnt að koma ríkisstjórninni frá völdum

Bergþór Ólason greindi frá því í samtali við Morgunblaðið í dag að Miðflokkurinn íhugaði nú að leggja fram vantrauststillögu gegn Bjarkeyju vegna fram­göngu henn­ar í hval­veiðimál­inu.

„Mig langar að segja það hér að ég styð þá tillögu, komi hún fram, eindregið. Bæði með vísan í stjórnsýslu ráðherrans sem ekki hefur verið heppileg, rétt eins og hjá forvera hæstvirts matvælaráðherra fyrir ári síðan, en ekki síður vegna þess að það er orðið mjög brýnt að koma þessari ríkisstjórn frá völdum,“ sagði Sigmar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka