Quang Le laus úr haldi en settur í farbann

Davíð Viðarsson er meðal annars eigandi Kastali guesthouse í miðbæ …
Davíð Viðarsson er meðal annars eigandi Kastali guesthouse í miðbæ Reykjavíkur. Samsett mynd/Eggert Jóhannesson

Quang Le, eða Davíð Viðarsson, auk manns og konu, hafa verið úrskurðuð í tólf vikna farbann að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.  

„Tveir karlar og ein kona hafa verið úrskurðuð í tólf vikna farbann að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.  en fólkið hafði áður setið í gæsluvarðhaldi frá því í mars. Þremenningarnir voru þá handteknir í kjölfar umfangsmikilla aðgerða á höfuðborgarsvæðinu og víðar, en tilefni þeirra var rökstuddur grunur um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og grunur um skipulagða brotastarfsemi.“

Brýnir rannsóknarhagsmunir ekki fyrir hendi 

„Rannsókn málsins hefur verið mjög viðamikil, en framvinda hennar undanfarnar vikur hefur gert það að verkum að brýnir rannsóknarhagsmunir eru ekki lengur fyrir hendi, að mati embættisins, til að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert