Rafvarnarvopn í notkun í sumar

Rafvarnarvopn verða aðgengileg hjá öllum embættum, geymd í læstum hirslum, …
Rafvarnarvopn verða aðgengileg hjá öllum embættum, geymd í læstum hirslum, en notkunarheimild bundin við menntaða lögreglumenn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan hefur ekki enn tekið rafvarnarvopn í notkun, en þess er vænst að fyrir lok sumars geti slík vopn orðið hluti af búnaði lögreglu.

Þetta kemur fram í svari Helga Valbergs Jenssonar, yfirlögfræðings hjá embætti ríkislögreglustjóra, við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Segir hann að lögreglumenn hafi verið í þjálfun í notkun búnaðarins frá því í lok síðasta árs. Byrjað hafi verið á að þjálfa sérstaka þjálfara í notkun búnaðarins sem síðan önnuðust þjálfun annarra lögreglumanna. Námskeið þjálfara segir Helgi Valberg taka þrjá daga og standa yfir í alls 30 klukkustundir, en námskeið almennra lögreglumanna taka tvo daga og vara í 20 klukkustundir.

Nánari umfjöllun um málið má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert