Segja rekstur Skors samræmast kvöðum

Rekstur Skors fer ekki á svig við reglur að mati …
Rekstur Skors fer ekki á svig við reglur að mati Heima. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fasteignafélagið Heimar (áður Reginn) segir skemmtistaðinn Skor hafa aflað tilskilinna leyfa fyrir starfsemi sinni og er heimilaður veitingatími í samræmi við þinglýsta kvöð og húsreglur sem á eigninni hvíla.

„Heimar starfa í samræmi við lög og reglur á hverjum tíma,“ segir Dagbjört Erla Einarsdóttir, yfirlögfræðingur Heima, í samtali við Morgunblaðið.

Leitað var til félagsins vegna fréttar í blaðinu í gær, þar sem íbúi, sem býr fyrir ofan skemmtistaðinn Skor, lýsti yfir óánægju sinni varðandi skemmtistaðinn. Segir hann starfsemina fara á svig við þinglýsta kvöð hússins um hvers konar rekstur megi viðhafa þar.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert