Skoða vantraust á Bjarkeyju

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra og Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf..
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra og Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf.. Samsett mynd/mbl.is/Eggert/Júlíus

Þing­menn Miðflokks­ins skoða nú að leggja fram til­lögu um van­traust á hend­ur Bjarkeyju Ol­sen Gunn­ars­dótt­ur mat­vælaráðherra og er ástæðan fram­ganga henn­ar í hval­veiðimál­inu. Þetta seg­ir Bergþór Ólason þingmaður flokks­ins í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Hann bend­ir á að ljóst hafi verið frá upp­hafi að veiðarn­ar væru lög­mæt­ar, en samt hafi ráðherr­ar Vinstri-grænna dregið út­gáfu leyf­is­ins í fjóra og hálf­an mánuð og ekki gætt að máls­hraðaregl­um, svo nokkuð sé nefnt. Því hljóti van­traust að koma til skoðunar, en tíma­setn­ing ligg­ur ekki fyr­ir.

Bergþór kvaddi sér hljóðs á Alþingi í gær und­ir dag­skrárliðnum óund­ir­bún­ar fyr­ir­spurn­ir og benti á að ráðherr­ann hefði gefið út leyfi til hval­veiða fyr­ir yf­ir­stand­andi ár, en spurði síðan: „Hvað ráðlögðu sér­fræðing­ar ráðuneyt­is­ins hæst­vist­um ráðherra að veita leyfi til langs tíma?“

Í svari Bjarkeyj­ar kom fram að ráðherra bæri ekki að fara eft­ir einni leið, alltaf væru val­kost­ir sem hún tæki síðan af­stöðu til og kvaðst hún hafa gert svo í þessu til­viki og teldi sig hafa rök­stutt nægj­an­lega vel hvers vegna hún tók sína ákvörðun.

Bergþór spurði síðan hvort sér­fræðing­ar ráðuneyt­is­ins hefðu gert til­lögu um að leyfi yrði gefið út til eins árs. Ráðherra svaraði ekki spurn­ing­unni en sagði að aðrir ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar hefðu ekki beitt sig þrýst­ingi í mál­inu.

Fór eins og kött­ur í kring­um heit­an graut

„Hún fór eins og kött­ur í kring­um heit­an graut í svari sínu en gat ekki sagt að hún hefði fengið ráðgjöf um að veita hval­veiðileyfi til eins árs,“ seg­ir Bergþór.

„Þetta seg­ir mér að ráðherr­ann hef­ur ekki farið að ráðlegg­ing­um sér­fræðinga sinna í ráðuneyt­inu held­ur spilað póli­tísk­an leik þvert á lög og regl­ur. Það kom líka á óvart þegar ráðherr­ann upp­lýsti eft­ir rík­is­stjórn­ar­fund sl. þriðju­dag að hún hefði ekki verið beitt nein­um þrýst­ingi í mál­inu af öðrum ráðherr­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hún staðfesti það áðan [fimmtu­dag], þannig að ég hef áhyggj­ur af því að sjálf­stæðis- og fram­sókn­ar­menn séu hætt­ir að líta til með mál­inu,“ seg­ir Bergþór Ólason.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka