Stjórnendur Wow air fyrir dóm í október

Málin snúa að greiðslum sem áttu sér stað fyrir gjaldþrot …
Málin snúa að greiðslum sem áttu sér stað fyrir gjaldþrot Wow air. Skiptastjórar þrotabúsins telja greiðslur hafa verið gerðar á vafasömum tíma í sögu félagsins og að kröfuhöfum hafi verið mismunað. Samsett mynd

Ellefu riftunar- og skaðabótamál gegn stjórnendum Wow air verða tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok október á þessu ári. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður og skiptastjóri þrotabúsins, segir að farið sé fram á riftun greiðslna til kröfuhafa og í kjölfarið farið fram á  skaðabótagreiðslur:

„Þetta eru ellefu riftunarmál og í öllum þeirra er krafist jafnframt að stjórnendur eða forstjóri séu dæmdir til greiðslu skaðabóta sem samsvara fjárhæð riftunarinnar. Þannig þeim er stefnt sameiginlega stjórnendum og riftunarþolum.“

Samþykktar forgangskröfur fjórir milljarðar

Umræddir stjórnendur eru Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri flugfélagsins og eigandi, Liv Bergþórsdóttir stjórnarformaður og Helga Hlín Hákonardóttir og Davíð Másson stjórnarmenn.

Málin snúa að greiðslum sem áttu sér stað fyrir gjaldþrot Wow air. Skiptastjórar þrotabúsins telja greiðslur hafa verið gerðar á vafasömum tíma í sögu félagsins og að kröfuhöfum hafi verið mismunað.

Hann segir að greitt verði upp í forgangskröfur þrotaskiptanna og að eins og er séu samþykktar forgangskröfur fjórir milljarðar og heildar kröfur upp á 166 milljarða: „Það ræðst meðal annars af þessum málarekstri hve mikið kemur upp í kröfur,“ segir hann og að eftir eigi að taka afstöðu til heildar krafna.

„Þegar endanleg niðurstaða liggur fyrir í þessum dómsmálum þá getum við farið að huga að því að ljúka skiptum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert