Veðurstofa Íslands gerir athugasemd við auknar líkur á skriðu og grjóthruni á norðanverðu landinu. Athugasemdin nær einkum til fjalllendis á umræddum landshluta.
Jón Kristinn Helgason, sérfræðingur á sviði skriðufalla og hættumats hjá Veðurstofu Íslands, segir mikið nýsnævi á norðanverðu landinu eftir hret síðustu viku og að snjórinn sé nú að bráðna og að fyrir vikið blotni jarðvegur og getur orðið óstöðugur.
„Við erum ekki beint að búast við stórum atburðum, en við erum meira að vara fólk við sem er að ferðast um fjalllendið.“