Vegablæðingar í Öxnadal í síðustu viku

Frá slysstað í Öxnadal.
Frá slysstað í Öxnadal. mbl.is/Þorgeir

G. Pét­ur Matth­ías­son, upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerðar­inn­ar, seg­ir að vega­blæðing­ar hafi byrjað í síðustu viku í Öxna­dal í sam­tali við mbl.is.

Búið var að sanda veg­inn til þess að bregðast við blæðing­un­um. 

Spurður hvort blæðing­arn­ar kynnu að hafa átt þátt í slys­inu sem varð á svæðinu fyrr í dag seg­ir hann að al­gjör­lega ómögu­legt sé að svara því að svo stöddu.  Ekki sé vitað um aðstæður á slysstað.

Rúta keyrði út af vegi í Öxna­dal rétt fyr­ir klukk­an 17 í dag.

Í rút­unni voru 22 manns og voru all­ir flutt­ir af vett­vangi stuttu eft­ir slysið. Slysið er metið al­var­legt en eng­ar upp­lýs­ing­ar hafa borist um líðan farþega rút­unn­ar.

Á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is, má sjá að sandað var í …
Á vef Vega­gerðar­inn­ar, um­fer­d­in.is, má sjá að sandað var í gær vegna tjöru­blæðinga og hraðinn lækkaður niður í 70 km/​klst. Var viðvör­un vegna bik­blæðinga end­ur­tek­in í dag. Skjá­skot/​Um­fer­d­in.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert