Allur tiltækur mannskapur sinnir slökkvistarfinu

Allt tiltækt slökkvilið er nú að reyna að ráða niðurlögum eldsins í þaki Kringlunnar. Þá hefur mannskapur verið kallaður inn af bakvakt. Fjórir dælubílar eru á staðnum.

Þetta segir Jón Krist­inn Vals­son, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu, í samtali við mbl.is. 

Eldurinn kviknaði rétt fyrir klukkan 16 í dag út frá vinnu iðnaðarmanna sem voru að bræða tjörupappa.

Verslunarmiðstöðin var rýmd í kjölfarið, en engin slys urðu á fólki. 

Jón Kristinn segir að slökkvistarf gangi ágætlega en vettvangur sé erfiður.

Hann gerir ráð fyrir að vinna slökkviliðsins munu standa yfir langt fram á kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert