Ekki mikil hreyfing á hrauntungunni

Eldgosið við Sundhnúkagígaröðina hefur nú staðið yfir í 17 daga.
Eldgosið við Sundhnúkagígaröðina hefur nú staðið yfir í 17 daga. mbl.is/Hörður Kristleifsson

Eldgosið við Sundhnúkagíga heldur áfram að malla en það hefur nú staðið yfir í sautján daga eða frá 29. maí.

„Það er áfram að safnast hraun í pollinn fyrir sunnan gíginn og norðvestur af honum. Það er ekki búin að vera mikil hreyfing á hrauntungunni við varnargarðinn,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. 

Hún segir að skjálftavirknin á svæðinu sé lítil.

Það er hægur vindur við gosstöðvarnar og mengun af gosinu er að mestu leyti nálægt gígnum, en þegar líður á daginn fer að blása aðeins úr norðri og þá mun gosmökkurinn leita til sjávar.

Hægt er að fylgjast með gasmengun í rauntima á vefnum loftgaedi.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert