Bíladagar fara fram á Akureyri um helgina og eru þeir að venju fjölsóttir.
Andri Freyr Sveinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi Eystra, giskar á að einhver þúsund manns séu í bænum fyrir hátíðina, en það sé erfitt að segja til um nákvæman fjölda gesta.
„Það er búið að ganga ágætlega. Það er búið að vera mikill erill en ekkert sem við höfum ekki getað leyst,“ segir Andri Freyr, í samtali við mbl.is.
„Við höfum verið með mikla löggæslu á svæðinu og mikinn viðbúnað. „So far so good,“ ef maður slettir aðeins,“ segir Andri.