Myndir: Vatnstjón í Kringlunni

Mikið tjón hefur orðið í nokkrum verslunum Kringlunnar eftir að eldur kviknaði í þaki byggingarinnar í gær.

Blaðamaður mbl.is kíkti í Kringluna í morgun og kannaði stöðuna.

Svo virðist sem að tjónið sé mest í Gallerí 17 og Macland. Í myndbandinu hér að ofan má sjá mann vinna að því að þurrka gólf Maclands. Þá virðist ekki vera mikið tjón á fyrstu hæð, þó var bleyta á gólfi við rúllustigann sem leiðir niður að verslun Útilífs.

Nokkrir verslunareigendur voru á svæðinu þegar blaðamann bar að garði, en flestir voru þeir önnum kafnir við að hlúa að verslunum sínum.

Mikið vatn á gólfi Gallerís 17.
Mikið vatn á gólfi Gallerís 17. mbl.is/Drífa
Nokkur svona appelsínugul tæki voru á víð og dreif um …
Nokkur svona appelsínugul tæki voru á víð og dreif um Kringluna. mbl.is/Drífa
Tjónið virðist ekki mikið á fyrstu hæð Kringlunnar.
Tjónið virðist ekki mikið á fyrstu hæð Kringlunnar. mbl.is/Drífa
Einhverja bleytu var að sjá á gólfi fyrstu hæðar Kringlunnar.
Einhverja bleytu var að sjá á gólfi fyrstu hæðar Kringlunnar. mbl.is/Drífa
Rúllustigarnir í skoðun.
Rúllustigarnir í skoðun. mbl.is/Drífa
Menn að störfum við að bæta tjón þaks Kringlunnar.
Menn að störfum við að bæta tjón þaks Kringlunnar. mbl.is/Drífa
Brenndur pappi og brunalyktin mikil.
Brenndur pappi og brunalyktin mikil. mbl.is/Drífa
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert