„Búið að skvettast vel upp úr gígnum“

Eldgosið við Sund­hnúka hefur nú staðið yfir í 19 daga.
Eldgosið við Sund­hnúka hefur nú staðið yfir í 19 daga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er búið að skvettast vel upp úr gígnum í alla nótt en hraunjaðrarnir eru ekkert að færast í bili.“

Þetta segir Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is en eldgosið við Sundhnúkagíga hefur nú staðið yfir í 19 daga, eða frá því 29. maí.

Jóhanna segir að í gígnum sé enn nokkuð stöðug virkni og í nótt hafi ekkert borið á hreyfingu á hrauntungunni við varnargarðinn.

Það er hægur vindur á svæðinu og segir Jóhanna að gasmengun geti borist yfir höfuðborgarsvæðið seinni partinn í dag en annars sé hún nokkuð staðbundinn við Reykjanessvæðið. Hún segir að í kvöld geti borist gasmengun yfir Selfoss og á fleiri staði á Suðurlandi.

Hægt er að fylgjast með gasmengun í rauntíma á vefnum loftgaedi.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka