Leikkonan Ebba Katrín Finnsdóttir var fjallkona þjóðhátíðardagsins í ár í Reykjavík.
Hún flutti ávarp á hátíðarathöfn á Austurvelli sem Bergur Ebbi Benediktsson rithöfundur og grínisti samdi.
Ebba Katrín var valin bæjarlistamaður Hafnarfjarðar ársins 2024 í apríl. Hún starfar við Þjóðleikhúsið og leikur þetta leikárið í Orði gegn orði, Frosti og Ellen B.
Leikkonan Arndís Hrönn Egilsdóttir var fjallkonan í Reykjavík í fyrra.