Kringlan ekki opnuð fyrr en á fimmtudag

Hreinsunarstarf gengur vel, að því er segir í tilkynningu.
Hreinsunarstarf gengur vel, að því er segir í tilkynningu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kringlan verður ekki opnuð fyrr en á fimmtudaginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reitum fasteignafélagi.

„Hreinsunarstarf gengur vel í Kringlunni en til að tryggja að upplifun gesta verði sem best hefur verið ákveðið að opna ekki fyrr en á fimmtudag,“ segir í tilkynningunni.

Lágmarka tekjutap vegna brunans

Þar segir einnig að Reitir og Kringlan leggi höfuðáherslu á að aðstoða verslunareigendur við að lágmarka tekjutap sitt vegna brunans og gera þeim unnt að opna verslanirnar aftur sem fyrst.

Á fimmtudag er reiknað með því að þá verði búið að ljúka hreinsun og loka fyrir framkvæmdasvæðið.

Enn er hægt að versla á vef Kringlunnar en sendingakostnaður fellur niður á meðan lokun stendur yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert