Loftmengun í borginni, Vesturlandi og Suðurlandi

Gosmóða liggur yfir höfðuborgarsvæðinu en þessi mynd var tekin í …
Gosmóða liggur yfir höfðuborgarsvæðinu en þessi mynd var tekin í Kópavogi í dag. mbl.is/Björn Jóhann

Svifryksmengun vegna gosmóðu hefur mælst á höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi og Suðurlandi í dag, að því er segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar.

Spár gera ráð fyrir að mengun vegna gosmóðunnar verði viðvarandi fram eftir degi en verði minni í kvöld.

Börn sofi inni

Umhverfisstofnun varar við því að mjög viðkvæmir einstaklingar og einstaklingar með astma eða aðra undirliggjandi lungna- og/eða hjartasjúkdóma geti fundið fyrir einkennum. 

Ekki er mælt með því að ung börn sofi úti í vögnum.

„Heilsuhraustir einstaklingar ættu hins vegar ekki að finna fyrir neinu og því ætti ekki að vera nein röskun á þeirra daglega lífi. Ekki er þó hægt að mæla með mjög mikilli líkamlegri áreynslu eins og t.d langhlaupum þegar mengun er þetta mikil,“ segir í tilkynningunni.

Hægt er að fylgjast með loftgæðum á vef Umhverfisstofnunar, loftgaedi.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert