Rafmagnslaust í Mosfellsbæ

Mosfellsbær.
Mosfellsbær. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Rafmagnslaust er í Mosfellsbæ. 

Á vef Veitna segir að verið sé að staðsetja bilunina.

Uppfært klukkan 11:05:

Einstaka svæði í Mosfellsbæ eru komin aftur með rafmagn.

Uppfært klukkan 10:40:

Unnið er að kappi við að greina orsök rafmagnsleysisins. Dælustöðvar sveitarfélagsins fyrir vatnið eru straumlausar og því hefur orðið vatnslaust í einstaka hverfum.

Uppfært klukkan 10:15:

Sérfræðingar og tiltækur mannskapur hefur verið kallaður út, en ekki er hægt að segja á þessari stundu hvað veldur rafmagnsleysinu

Uppfært klukkan 9:37:

„Rafmagninu sló út fyrir um klukkustund og stór hluti Mosfellsbæjar er rafmagnslaus vegna háspennubilunar. Okkar fólk er á staðnum að staðsetja bilunina og vonandi kemst rafmagnið á sem fyrst,“ segir Rún Ingvarsdóttir, samskiptastjóri Veitna, í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert