Tjón gæti hlaupið á hundruðum milljóna króna

Hreinsunarstarf eftir brunann í Kringlunn á laugardaginn er áfram í …
Hreinsunarstarf eftir brunann í Kringlunn á laugardaginn er áfram í fullum gangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er verið að þrífa á fullu, allar loftræstihvelfingar eru á fullu spani og það eru blásarar út um allt.“

Þetta segir Inga Rut Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kringlunnar, við mbl.is en stefnt er að opnun Kringlunnar á morgun í kjölfar þess að loka þurfti húsnæðinu eftir eldsvoða í þaki hússins á laugardaginn.

„Við erum að vinna að því að opna húsið á morgun. Allir þeir sem geta munu opna verslanir sínar en það eru einverjir sem geta það ekki,“ segir Inga.

Talið er að um tíu verslanir hafi orðið fyrir altjóni en þær eru allar á sama stað í húsinu. Inga Rut segir að 3-4 verslanir séu mjög illa farnar. Aðrar hafi orðið fyrir minni skemmdum, en þó það miklum að ekki verði hægt að opna þær í bráð.

Inga segir erfitt að meta tjónið í tölum en það gæti hlaupið á hundruðum milljóna króna.

„Það tekur smá tíma að meta tjónið og tryggingarfélögin sjá um það en það er ljóst að um mikið tjón er að ræða,“ segir Inga.

Gólfin þrifin kvöldið sem bruninn varð.
Gólfin þrifin kvöldið sem bruninn varð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Daglegir fundir

Hún segir að það sé mikil samstaða í húsinu og haldnir séu fundir daglega með rekstaraðilum þar sem farið er yfir stöðu mála.

„Við erum að feta þessa leið saman og sem betur fer gerast svona hlutir ekki oft. Þessi bruni varð okkur öllum mikið áfall, rekstraraðilum, eigendum hússins og hjá okkur sem vinnum í Kringlunni. En samstaðan hefur verið mikil innan hópsins og það hjálpar til.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert