48 leigubílstjórar kærðir

Lögreglan jók eftirlit með leigubílum um helgina.
Lögreglan jók eftirlit með leigubílum um helgina. Ljósmynd/Colourbox

Tæp­lega fimm­tíu leigu­bíla­stjór­ar eiga yfir höfði sér kær­ur eft­ir sér­stakt eft­ir­lit lög­regl­unn­ar með leigu­bíl­um um helg­ina.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hélt um helg­ina úti viðamiklu eft­ir­liti með leigu­bíl­um í miðborg­inni að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu. Lög­regl­an kannaði þá með leyfi 105 leigu­bíla og öku­manna þeirra.

Í tæp­lega helm­ingi til­fella voru gerðar at­huga­semd­ir vegna grun­semda um brot og eiga nú 48 leigu­bíla­stjór­ar yfir höfði sér kæru vegna þessa. Af þeim hafa enn frem­ur 32 leigu­bíl­stjór­ar verið boðaðir til að mæta með öku­tæki sín í skoðun á nýj­an leik. Leigu­bíl­stjór­ar eru minnt­ir á að eft­ir­litið held­ur áfram.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu naut aðstoðar lög­reglu­manna frá lög­regluliðunum á Vest­ur­landi og Suður­landi við þetta eft­ir­lit um helg­ina, auk þess sem full­trú­ar frá Skatt­in­um og Sam­göngu­stofu voru með í för.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka