Fimm umferðarslys og fjórar líkamsárásir

Bíladagar voru haldnir á Akureyri um helgina.
Bíladagar voru haldnir á Akureyri um helgina. mbl.is/Sigurður Bogi

Jó­hann­es Sig­fús­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn á Norður­landi eystra, seg­ir lög­reglu hafa verið sæmi­lega sátta við hvernig hátíðin Bíla­dag­ar fór fram í ár en ekki sé þó hægt að halda fram að helg­in hafi gengið stór­slysa­laust fyr­ir sig. 

Frá há­degi á fimmtu­dag og fram til klukk­an átta í morg­un urðu fimm um­ferðarslys í um­dæm­inu, þar á meðal al­var­legt rútu­slys, fimm bíla árekst­ur og bíl­velta, en alls voru 283 verk­efni skráð í mála­kerfi lög­regl­unn­ar.

Tveir gripn­ir á yfir 100 km hraða inn­an­bæjar

Í heild­ina rötuðu 76 um­ferðarlaga­brot á þessu tíma­bili á borð lög­reglu en þar af voru 55 öku­menn kærðir fyr­ir of hraðan akst­ur.

Tveir þeirra voru gripn­ir á yfir 100 km hraða inn­an­bæjar og var ann­ar svipt­ur öku­rétt­ind­um á staðnum. Þá var einn grip­inn á um 140 km hraða ut­an­bæjar.

„Það eru háar sekt­ir sem liggja við þessu,“ seg­ir Jó­hann­es.

Tveir voru flutt­ir á sjúkra­hús eft­ir að hafa slasast á raf­skút­um. Fengu báðir þungt höfuðhögg og rotaðist ann­ar.

Þá hafði lög­regla af­skipti af öku­mönn­um fyr­ir glæfra­legt akst­urslag í bæn­um, meðal ann­ars fyr­ir að hringspóla.

Fjór­ar lík­ams­árás­ir

Þá voru tíu hegn­ing­ar­laga­brot fram­in yfir helg­ina.

Fjór­ar lík­ams­árás­ir rötuðu á borð lög­reglu og þrjú fíkni­efna­laga­brot.

Að sögn Jó­hann­es­ar flokk­ast lík­ams­árás­irn­ar ekki sem meiri­hátt­ar og voru fíkni­efna­laga­brot­in sömu­leiðis minni­hátt­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert