Hægfara straumur og hrauntjörn við gíginn

Eldgosið við Sund­hnúkagíga.
Eldgosið við Sund­hnúkagíga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áfram gýs úr einum gíg í eldgosinu við Sundhnúkagíga. Megin hraunstraumurinn rennur í átt að Sýlingarfelli og er hann mjög hægfara.

Straumurinn rennur síðan norður fyrir Sýlingarfell, auk þess sem taumar fara í norðaustur.

Sunnan við gíginn er hrauntjörn en lítill hraunstraumur kemur frá henni, að sögn Minneyjar Sigurðardóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands.

Lítil sem engin jarðskjálftavirkni er á svæðinu.

Lítilsháttar brennisteinsdíoxíð mælist við gosið en annars mælist engin mengun. Einhver mengun gæti þó mælst við Selfoss og nágrenni fram á hádegi í dag og hugsanlega á norðaustanverðu Reykjanesi.

Hér má lesa nánar um mengun af völdum eldgossins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert