Huga þarf enn betur að eigin vörnum

Bjarni Benediktsson flytur ávarp.
Bjarni Benediktsson flytur ávarp. mbl.is/Eyþór

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra lagði áherslu á gildi lýðræðis­ins, vörn þess og varn­ir í þjóðhátíðarávarpi sínu á Aust­ur­velli þar sem 80 ára af­mæl­is lýðveld­is­stofn­un­ar var minnst.

Það var stofnað í skugga heims­styrj­ald­ar og vitnaði hann til orða Jó­hann­es­ar Nor­dals þá, sem sagði frjálsri menn­ingu stafa helst hætta af vígreif­um alræðisöfl­um og hinum sem væru svo „frjáls­lynd­ir“ að þeir veigruðu sér við að taka á móti hinu illa.

„Þessi orð eiga jafn vel við nú, þegar ráðist er með herafli að þeim gild­um sem við höf­um að verja. Í okk­ar heims­álfu heyja Rúss­ar blóðugt inn­rás­ar­stríð, jafnt á eig­in­leg­um víg­velli og á sviði upp­lýs­inga­hernaðar, fals­frétta og áróðurs þar sem við sjá­um hinar myrku hliðar nýrr­ar tækni. Slíkri fram­göngu og til­b­urðum þarf að mæta af festu.“

Bjarni sagði það frum­skyldu að huga enn bet­ur að eig­in vörn­um og styðja við varn­ir banda­manna okk­ar – rétt eins og við treyst­um á að þeir gerðu væri á okk­ur ráðist.

Eins græfu fals­frétt­ir og fleira und­an op­inni, gagn­rýnni og mál­efna­legri umræðu, sem væri lýðræðinu nauðsyn­leg. Standa yrði vörð um frjáls skoðana­skipti. „Lýðræðið er sverð okk­ar og skjöld­ur gegn hvers kon­ar ytri og innri ógn.“

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert