Leyfislausir bílstjórar komu mest á óvart

Unnar segir auðvelt að halda leyfamálum í lagi.
Unnar segir auðvelt að halda leyfamálum í lagi. mbl.is/Unnur Karen

Fjöldi leigu­bíl­stjóra var tek­inn nýliðna helgi vegna skorts á til­skyld­um leyf­um og ýmsu öðru í eft­ir­litsrass­íu lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. 48 bíl­stjór­ar af þeim 105 sem voru tekn­ir fyr­ir eiga nú yfir höfði sér kæru. Unn­ar Már Ástþórs­son, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu seg­ir fjöld­ann hafa komið á óvart.

„Kom okk­ur gríðarlega á óvart, við get­um al­veg viður­kennt það. Flest af þessu eru smá­vægi­leg atriði reynd­ar en samt, við átt­um ekki von að þau yrðu svona mörg,“ seg­ir Unn­ar en fleiri lög­reglu­embætti, Skatt­ur­inn og Sam­göngu­stofa komu til dæm­is að aðgerðunum.

Ná von­andi til stærri hóps

Þá verði eft­ir­lit­inu haldið áfram á næst­unni en meira en 900 leyfi hafa verið gef­in út til leigu­bíla­akst­urs hér á landi.

„Við mun­um halda áfram eft­ir­lit­inu og reyna að ná tali af eins mörg­um og unnt er á næstu dög­um og svo er spurn­ing hvort við ger­um svona öðru hvoru stikkpruf­ur og vinn­um með það áfram. En það seg­ir sig sjálft, 900 leyfi, það er risa­stórt verk­efni að gera það þannig að við náum kannski ekki utan um hvern einn og ein­asta en við kannski náum til stærri hóps en við erum búin að ná til núna. Við verðum nátt­úru­lega næstu daga í þessu, eins og ég segi og von­andi náum við eitt­hvað að tala við ein­hverja sem við erum ekki búin að tala við nú þegar,“ seg­ir Unn­ar.

„Það er svo ein­falt að hafa þetta í lagi“

Var eitt­hvað sem kom einna helst á óvart við eft­ir­lits­störf­in?

„Það sem að kom okk­ur kannski mest á óvart er að menn skuli vera að keyra án leyf­is, við reiknuðum með að það væri ekki, og hvað þá að þeir væru ekki skráðir sem leigu­bíl­ar. Það komu upp svo­leiðis til­vik í þessu eft­ir­liti um helg­ina. Síðan eru svona smá­vægi­legu atriðin sem komu okk­ur líka á óvart af því að það er svo ein­falt að hafa þetta í lagi, þetta eru ekk­ert flók­in atriði, til þess að geta upp­fyllt öll skil­yrðin sam­kvæmt lög­un­um.

En það er auðvitað rétt sem þú seg­ir, þetta er gríðarleg­ur fjöldi af leyf­um og mik­ill fjöldi var í um­ferð um helg­ina og við náðum tali af þess­um 105 en samt er fullt af bíl­um sem við náðum ekki tali af, sem við vor­um að sjá í um­ferðinni. Þannig þetta er gríðarleg fjölg­un sem hef­ur verið núna síðustu ár,“ seg­ir Unn­ar.

Eft­ir­lit með ómerkt­um bif­reiðum næst á dag­skrá

Lög­regl­an skoði nú hvernig sé best að hafa eft­ir­lit með ómerkt­um bif­reiðum sem standi í akstri sem þess­um.

 „Það er í skoðun hjá okk­ur hvað við get­um gert þar og hvernig við get­um unnið það verk­efni, það er tals­vert flókn­ara en þetta og við þurf­um að vinna það með fleiri stofn­un­um líka, sér­stak­lega Sam­göngu­stofu.  [...] við ætl­um að byrja á þessu alla­veg­anna og sjá svo hvað við get­um gert með hitt. En svo það komi fram að þá er eft­ir­litið líka eft­ir ábend­ing­um frá hagaðilum leigu­bíl­stjóra eins og Frama, eins og þú nefnd­ir áðan og fleiri, bíl­stjór­un­um sjálf­um og síðan ein­stak­ling­um,“ seg­ir Unn­ar. Um sam­vinnu­verk­efni sé að ræða.

Að ein­hverju leyti sam­vinnu­verk­efni?

„Í raun­inni, reyna að ná utan um þetta og koma mönn­um á rétt­an stað með aðhaldi og smá eft­ir­liti.“

„Það er mjög auðvelt að hafa þetta í lagi og það er hægt að hafa alla leigu­bíla á Íslandi í topp standi ef menn bara fara eft­ir regl­un­um og þá er þetta mjög ein­falt þannig lagað og lítið mál að kippa í liðinn,“ seg­ir Unn­ar að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka