Munu ekki funda um vantraustið í dag

Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun ekki funda um vantrauststillögu Miðflokksins á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra í dag.

Þetta staðfestir Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður. Hún segir vantrauststillöguna enn ekki hafa verið rædda á vettvangi þingflokksins.

Tillagan var lögð fram á þingfundi fyrr í dag. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sagði að málið yrði líklega tekið til umræðu á morgun eða fimmtudag.

Spurð hvort flokkurinn muni ná að funda um vantrauststillöguna áður en hún verður tekin til umræðu segir Hildur að henni finnist ekki tilefni til að halda þingflokksfund fyrr en á hefðbundnum tíma, á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert