Myndskeið: Sjáðu ofan í gíginn

Hér má sjá skjáskot úr drónamyndskeiðinu sem tekið var í …
Hér má sjá skjáskot úr drónamyndskeiðinu sem tekið var í gær. Skjáskot/Jón Steinar Sæmundsson

Mörg hundruð gráða heit kvika kraumar ofan í gígnum við Sundhnúkagíga og reykur stígur upp frá hraunbreiðunni sem stækkar með hverju eldgosinu sem brýst út.

Rauðglóandi hraun flæðir undir nýstorknuðu hrauni og myndar seigfljótandi hrauná.

Sjónarspilið sést greinilega á myndskeiði sem Jón Steinar Sæmundsson, áhugaljósmyndari og verkstjóri hjá útgerðinni Vísi, tók í gær með dróna.

Hægt er að sjá myndskeiðið hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert