„Þetta var bara óskaplega skemmtilegt. Staðsetningin er góð þannig að maður sér svolítið skemmtilegt sjónarhorn á Reykjavík sem maður hefur ekki séð áður. Þetta var mjög skemmtilegt og gaman að fá smá tilbreytingu í miðbæjarlífið,“ segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri um nýja parísarhjólið við Miðbakkann.
„Fyrir nokkru var farið í ákveðna vinnu við það að rýna hvernig við gætum nýtt strandlengjuna og sjóinn betur og dregið fólk í einhvers konar afþreyingu, útivist eða hreyfingu meðfram sjónum og þetta var ein af þeim hugmyndum sem komu út úr þeirri vinnu,“ segir Einar.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.