Skilgreina Norðurvígi sem hryðjuverkasamtök

Nasistasamtökin Norðurvígi er íslenski armur Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar.
Nasistasamtökin Norðurvígi er íslenski armur Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar. mbl.is/Hallur Már

Bandarísk stjórnvöld hafa skilgreint Norrænu mótstöðuhreyfinguna, eða nýnasistasamtökin Norðurvígi eins og hreyfingin kallast á Íslandi, sem hryðjuverkasamtök.

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá þessu á föstudag og skilgreindi einnig þrjá leiðtoga hreyfingarinnar sem hryðjuverkaógn.

Í yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins er tekið fram að norræna mótstöðuhreyfingin (NRM) séu stærstu nýnasistasamtök í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Íslandi en einnig í Finnlandi, þar sem samtökin hafa verið bönnuð frá árinu 2020.

Ákvörðunin er tekin vegna ofbeldisverka hreyfingarinnar gagnvart gyðingum, útlendingum og hinsegin fólki.

ESB ekki tekið sömu ákvörðun

NMR á rætur sínar að rekja til Sænsku mótstöðuhreyfingarinnar, sem var stofnuð 1997, en samtökin urðu síðan að Norrænu mótstöðuhreyfingunni árið 2016.

Fredrik Vejdeland, einn af leiðtogum nasistasamtakanna, sendi frá sér yfirlýsingu til viðbragðs við ákvörðun stjórnvalda vestanhafs. Þar heldur hann því fram að NMR sé ekki hryðjuverkasamtök „heldur fullkomlega lögleg samtök sem stunda skoðanamyndun“.

Vejdeland bendir einnig á að hvorki Evrópusambandið né sænsk stjórnvöld hafi skilgreint samtökin sem hryðjuverkaógn. En samtökin hafa haft tenginu við hryðjuverkaárásir á Norðurlöndum.

Í janúar var greint frá því að áróður samtakanna væri farinn að sjást víða á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert