Stærsta bílasýning Akureyrar

Bílasýningin hefur verið haldin í íþróttahúsinu Boganum undanfarin ár.
Bílasýningin hefur verið haldin í íþróttahúsinu Boganum undanfarin ár. mbl.is/Þorgeir

„Þetta var þessi árlega bílasýning okkar á 17. júní. Hún hefur verið haldin á 17. júní síðan 1974. Undanfarin ár hefur hún verið haldin inni í íþróttahúsinu Boganum og þetta er stærsta sýning sem við höfum haldið núna þetta ár. Það eru yfir 300 tæki hérna inni hjá okkur. Hátíðin hefur aldrei verið eins stór,“ sagði Einar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Bílaklúbbs Akureyrar, í samtali við Morgunblaðið um bílasýningu klúbbsins sem fór fram þar í bæ í gær.

mbl.is/Þorgeir

Sýningin er hluti af bíladögum, hátíð sem haldin er ár hvert á Akureyri, og segir Einar að hátíðin byrji oft með bílasýningunni eða endi á henni – fari það eftir því upp á hvaða vikudag 17. júní ber.

Segir Einar að sýningin sé orðin hálfgert einkenni Akureyrar á 17. júní.

Unga kynslóðin fékk að spreyta sig.
Unga kynslóðin fékk að spreyta sig. mbl.is/Þorgeir

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert