Unglingspiltur ákærður fyrir tilraun til manndráps

Unglingspiltur veittist að þrítugum manni og reyndi að svipta hann …
Unglingspiltur veittist að þrítugum manni og reyndi að svipta hann lífi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

16 ára gamall unglingspiltur hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps en til vara sérstaklega hættulega líkamsárás. Atburðurinn átti sér stað í júní í fyrra við Austurvöll. 

Pilturinn veittist að þrítugum manni af erlendum uppruna og skar hann í andlitið, stakk hann í kviðinn og er þannig sagður hafa reynt að svipta hann lífi. 

Þolandinn hlaut skurðsár á andliti, rof á kviðvegg og djúpan stunguáverka. Þolandi var því sendur í bráðaaðgerð þar sem það þurfti að fjarlægja hluta af garnahengi. Þetta kemur fram í ákæru, en málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 

Þolandinn krefst 2.5 milljóna króna í bætur auk vaxta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert