Ákveða nafn á sameinað sveitarfélag í dag

Patreksfjörður og Tálknafjörður.
Patreksfjörður og Tálknafjörður. Samsett mynd/mbl.is/Guðlaugur

Seinna í dag mun sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Vesturbyggðar og Tálknafjarðar ákveða hvert nafn sveitarfélagsins verður til frambúðar.

Þetta segir Gerður Björk Sveinsdóttir, starfandi sveitarstjóri sameinaðs sveitarfélags Vesturbyggðar og Tálknafjarðar, í samtali við mbl.is.

Nöfnin sem sveitarstjórnin mun gera upp á milli eru Suðurfjarðabyggð, Kópsbyggð, Vesturbyggð, Barðsbyggð, Látrabyggð og Tálknabyggð.

Framkvæmdu skoðanakönnun

Til hliðsjónar við ákvörðunina er skoðanakönnun sem gerð var meðal bæjarbúa þar sem þeir fengu að velja á milli fyrrnefndra nafnhugmynda.

Í október á síðasta ári ákváðu bæjarbúar að sameina sveitarfélögin og þann 4. mars gengu bæjarbúar nýsameinaðs sveitarfélags til sveitarstjórnarkosninga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert