Boðar átak í markaðssetningu til ferðamanna

Lilja boðar átak í markaðssetningu til að laða að fleiri …
Lilja boðar átak í markaðssetningu til að laða að fleiri ferðamenn til landsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, boðar átak í neyt­enda­markaðssetn­ingu fyr­ir ferðamenn. Kostnaður­inn mun hlaupa á hundruðum millj­óna króna.

Þetta seg­ir hún í sam­tali við mbl.is.

„Ég er kom­in með til­lögu þess efn­is að það verði átak sem ein­blín­ir á neyt­enda­markaðssetn­ingu til þess að fara yfir þá stöðu sem er uppi varðandi jarðhrær­ing­ar því eitt­hvað hef­ur borið á því að vænt­an­leg­ir gest­ir okk­ar hafi haft áhyggj­ur af því að þeir kom­ist ekki frá land­inu vegna jarðhrær­inga.“

Ferðamála­stofa hef­ur upp­fært spá sína um fjölda ferðamanna sem áætlað er að muni koma til lands­ins á ár­un­um 2024 til 2026. Upp­færð spá ger­ir ráð fyr­ir færri ferðamönn­um en lagt var upp með í árs­byrj­un.

Vill sjá markaðssetn­ing­una hefjast fljót­lega

Mikl­ar áhyggj­ur eru uppi í ferðaþjón­ust­unni vegna þess fjölda ferðamanna sem komið hafa til lands­ins á ár­inu, en sá fjöldi hef­ur ekki staðið und­ir vænt­ing­um.

Fyr­ir­tæki í ferðaþjón­ustu hafa bent á að um­fjöll­un er­lendra fjöl­miðla um jarðhrær­ing­ar hafi haft sitt að segja.

Lilja seg­ir til­lög­una liggja fyr­ir rík­is­fjár­mála­nefnd en hún kveðst hafa verið að vinna síðustu þrjá mánuði, ásamt Ferðamála­stofu og Íslands­stofu, að þessu verk­efni. Hún von­ast til þess að markaðssetn­ing­in hefj­ist sem fyrst.

„Ég myndi vilja sjá þetta fara af stað fljót­lega,“ seg­ir Lilja.

Ísland ekki markaðssett jafn mikið og önn­ur ríki

Að sögn Lilju ver Ísland minni fjár­mun­um í er­lenda markaðssetn­ingu sam­an­borið við sam­keppn­is­ríki okk­ar á borð við Nor­eg, Írland og Finn­land.

„Í öðru lagi erum við búin að vera að fara yfir hversu oft er leitað að Íslandi og við sjá­um að núna síðustu mánuði hef­ur það minnkað tals­vert.

Þannig við með Íslands­stofu og Ferðamála­stofu erum mjög meðvituð um það ná­kvæm­lega hvað er að ger­ast.“

Áhrif verðlags og jarðhrær­inga ekki vitað ná­kvæm­lega

Hún seg­ir erfitt að meta hversu mik­il áhrif jarðhrær­ing­arn­ar ann­ars veg­ar og hátt verðlag hins veg­ar hafi á dvín­andi áhuga ferðamanna á Íslandi.

„En það sem við vit­um að þegar fólk leit­ar ekki – set­ur þá frek­ar Nor­eg eða Finn­land – þá er það vegna þess að það skýt­ur frek­ar upp í huga þeirra, þessi lönd, af því að þau eru búin að fara í marg­falda neyt­enda­markaðssetn­ingu á við okk­ur.

Við erum ekki að gera þetta eins, neyt­enda­markaðssetn­ing í ferðaþjón­ustu skil­ar sér. Það er bara þannig.“

Hleyp­ur á hundruðum millj­óna

Hversu háa upp­hæð erum við að tala um í markaðssetn­ingu?

„Þetta er markaðssetn­ing sem hleyp­ur á hundruðum millj­óna,“ seg­ir Lilja.

Hún seg­ir að Ísland hafi á Covid-tíma­bil­inu sett allt að 2 millj­arða króna í markaðssetn­ingu og það hafi aug­ljós­lega skilað sér í aukn­um ferðamanna­straumi.

„Við juk­um við okk­ur um 15% á meðan það var sam­drátt­ur um 10-15% í Nor­egi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert