Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti seint í gærkvöldi sjö erlenda ferðamenn sem voru staddir uppi á Svínafellsjökli í leiðinlegu veðri.
Að sögn varðstjóra hjá Gæslunni barst útkallið um ellefuleytið í gærkvöldi. Hugsanlega var einn ferðamaðurinn fótbrotinn, auk þess sem fólkið var uppgefið, og var því ákveðið að flytja allt fólkið á brott.
Það var flutt á sjúkrahúsið á Höfn í Hornafirði en þyrlan var komin aftur til Reykjavíkur um fjögurleytið í nótt.