Hættir að kæla hraunið – Staðan metin í dag

Slökkviliðið kældi hraun við varnarvegginn í gærkvöldi.
Slökkviliðið kældi hraun við varnarvegginn í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðsmenn í Grindavík eru hættir að kæla hraunið sem runnið hefur yfir varnargarðinn norður af Svartsengi. Viðbragðsaðilar meta nú hvort ráðast þurfi í frekari hraunkælingu í dag en aðgerðir gærdagsins voru í raun aðeins tilraun. 

Hraunspýja skreið yfir varnargarðana norðvestan Svartsengisvirkjunar í gær en viðbragðsaðilar náðu að stöðva framrás hennar í gærkvöldi.

„Það var hætt í nótt enda var það tilraun. Tilraun við að sjá hvort og hvernig þetta myndi virka. Það var búið að stöðva þessa spýju um klukkan 19 í gærkvöldi, þannig að það var vitað að hún var ekki að valda þeim vandræðum sem hún hefði getað valdið,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, í samtali við mbl.is.

Hraun hefur runnið í gegn um poll sunnan við Sýlingarfell.
Hraun hefur runnið í gegn um poll sunnan við Sýlingarfell. Kort/mbl.is

Staðan endurmetin

Staðan verður því endurmetin í dag, að sögn Hjördísar.

Aðspurð segir hún að rigningin hjálpi aðeins við gróðurelda. „Það stöðvar lítið brennandi hraun.“

Hún kveðst ekki vita hver fjarlægðin er á milli hraunspýjunnar og vatnslagna.

Slökkviliðið hefur sprautaði vatni á heitt hraunið í gær.
Slökkviliðið hefur sprautaði vatni á heitt hraunið í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Slökkviliðsmenn í Grindavík hafa slegist við rjúkandi hraunið sem skriðið …
Slökkviliðsmenn í Grindavík hafa slegist við rjúkandi hraunið sem skriðið hefur yfir Svartsengisgarðinn eftir að hraunrennsli jókst frá Sundhnúkagígaröðinni síðdegis í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert