Kringlan opnar á ný á morgun

Kringlan opnar á morgun.
Kringlan opnar á morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kringlan opnar aftur á morgun eftir erfiða daga en verslunarmiðstöðinni var lokað eftir eldsvoða sem kom upp í húsnæðinu síðastliðinn laugardag. Undanfarna daga hafa ýmsir aðilar unnið hörðum höndum að því að koma rekstri verslunarmiðstöðinni aftur í gang. 

Við opnun verða 80% verslana opnar en þær sem urðu verst úti í brunanum þurfa lengri undirbúningstíma til þess að panta inn nýjan varning og komast á skrið. Öll afþreying verður opin ásamt líkamsrækt og sjúkraþjálfun. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reitum fasteignafélagi. 

Fólk í töluverðu áfalli

Í samtali við mbl.is segir Inga Rut Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kringlunnar, að fólk hafi verið í töluverðu áfalli síðustu daga. Mikil samstaða hafi þó ríkt meðal verslunareigenda. 

Inga segir viðbragðsaðila hafa verið frábæra og lýsir yfir þakklæti sínu í garð allra þeirra sem réttu út hjálparhönd. 

„Auðvitað er húsið ekki alveg tilbúið en allt sem hægt er að hafa tilbúið er tilbúið,“ segir Inga Rut. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert