Munu ekki hefja hraunkælingu á ný

Almannavarnir segja að ekki verður hafið hraunkælingu á ný.
Almannavarnir segja að ekki verður hafið hraunkælingu á ný. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir stöðuna hafa verið metna sem svo að ekki sé þörf á að hefja hraunkælingu að nýju sem stendur.

Slökkvilið Grinda­vík­ur, ásamt fleiri viðbragðsaðilum, hóf hraunkæl­ingu við varn­argarðinn við Svartsengi þar sem hraun lak yfir varn­argarðinn í gær. Reynt var að kæla hraunið með vinnuvélum sem gekk erfiðlega en tókst að lokum. Hraunkælingin hófst í nótt og lauk í morgun.

„Það er í raun ekkert verið að fara aftur, enda tókst það vel að loka fyrir flæðið þarna með vinnuvélunum,“ segir Hjördís í samtali við mbl.is. 

Fylgjast vel með hrauntjörnum 

Verkefni næstu daga muni einkennast af því að fylgjast með framrásinni að hrauninu og hvort það fari aftur yfir hraungarðinn. 

Þá fylgist almannavarnir einnig vel með hrauntjörnunum sem mynduðust um daginn.   

„Þó að hraunið fari hægt um, þá getur það farið hratt um leið og tjörnin fyllist," segir Hjördís. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert