Sameinað sveitarfélag mun bera heitið Vesturbyggð

Patreksfjörður og Tálknafjörður.
Patreksfjörður og Tálknafjörður. Samsett mynd/mbl.is/Guðlaugur

Sameinað sveitarfélag Vesturbyggðar og Tálknafjarðar mun bera heitið Vest­ur­byggð. 

Þetta staðfestir Gerður Björk Sveins­dótt­ir, starf­andi sveit­ar­stjóri sam­einaðs sveit­ar­fé­lags Vest­ur­byggðar og Tálkna­fjarðar, í sam­tali við mbl.is. Ákvörðunin var tekin á sveitarstjórnarfundi sameinaðs sveitarfélags sem lauk rétt í þessu. 

Afgerandi meirihluti fyrir heitinu

Við ákvörðunina hafði sveitastjórn til hliðsjónar skoðunarkönnun sem gerð var meðal íbúa sveitarfélagsins, þar sem íbúar fengu að velja á milli sex heita. Það voru Suður­fjarðabyggð, Kóps­byggð, Vest­ur­byggð, Barðsbyggð, Látra­byggð og Tálkna­byggð.

Gerður segir ákvörðunina ekki hafa verið erfiða fyrir sveitarstjórnina þar sem niðurstaða skoðunarkönnunarinnar hafi verið afgerandi. 

„Það var þannig að, bæði í tillögunum sem komu fram þá kom þessi tillaga lang oftast fram, og eins voru það yfir 90% sem að kusu nafnið Vesturbyggð,“ segir Gerður og útskýrir að þrátt fyrir að skoðunarkönnunin hafi einungis verið ráðgefandi þá hafi niðurstaða hennar verið afgerandi. 

„Það var ákveðið að fara í þetta ferli þannig að það væri öruggt að það væri stuðningur um nafnið,“ segir Gerður að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert