Teitur Björn forfallast af þingi næstu daga

Teitur Björn er að jafna sig á skurðaðgerð.
Teitur Björn er að jafna sig á skurðaðgerð.

Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður fjarri góðu gamni næstu daga þar sem hann er að jafna sig á skurðaðgerð. Mun hann því forfallast af þingi næstu daga.

Þetta staðfestir hann í samtali við mbl.is.

Sigríður Elín Sigurðardóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, tekur sæti á þingi hans í stað.

Kosið um vantrauststillögu á morgun

Á morgun verður tekin fyrir vantrauststillaga Miðflokksins á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra.

Ástæðan er fram­ganga henn­ar í hval­veiðimál­inu, en vegna óvenju langs tíma til leyf­is­veit­ing­ar af hálfu mat­vælaráðuneyt­is­ins stefn­ir allt í að eng­in vertíð verði hjá Hvali hf. í sum­ar.

Mörg augu voru á Teiti og hvað hann myndi gera í atkvæðagreiðslunni, en hann hefur verið gagnrýninn á framgöngu matvælaráðherra Vinstri grænna síðastliðið ár í hvalveiðimálum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert